Merkur dagur
Þetta er merkilegur dagur að ýmsu leyti.
Afmælisdagurinn hennar ömmu eins og ég sagði í gær.
Afmælisdagurinn hans Eiríks bróður - til hamingju, Eiríkur.
Reykingabann á veitingahúsum og skemmtistöðum. Sem þýðir að ég fer kannski að fara á svoleiðis af og til. Hver veit.
Ég fæ kannski eldavélina mína tengda á eftir. Gasmaðurinn er allavega búinn að koma einu sinni í dag.
Sumarið sem kom í gær virðist vera búið. (Ekki að það sé út af fyrir sig neitt merkilegt.)
En atburður dagsins er samt þessi: Ég hringdi áðan í þjónustuver Símans út af sambandsleysi í ADSLinu og fékk svar samstundis. Á fyrstu hringingu. Engin bið. Engin.
Og svo fékk ég góða úrlausn minna mála. Það er af sem áður var.
Gallup hefði átt að hringja í kvöld. Þá hefði ég verið öllu afdráttarlausari en í gær.