Hæna í ham
Það var reyktur kjúklingur í matinn í gær. Boltastelpan bað um bita með roði. Hún var snarlega leiðrétt og tók því vel.
Skömmu seinna vildi hún fá ábót.
-Ég vil fá með hýði, sagði hún.
-Hýði???
-Já, þið sögðuð að ég ætti ekki að kalla það roð.
-Það heitir hamur.
-Jájá. Geta hænur þá haft hamskipti?