Eldað fyrir fátæka og ríka
Einhverntíma þegar eldhúsið mitt er komið í stand er ég að hugsa um að elda nokkra málsverði upp úr Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eftir Jóninnu Sigurðardóttur. Hún er með nokkrar tillögur að fjögurra rétta miðdegisverði aftast í bókinni (það er nú sennilega fyrir þá ríkari). Til dæmis þessi hér, ég gæti nú alveg hugsað mér að elda þetta (kannski fyrir utan tólgina):
Brún kraptsúpa með eggjateningum.
Soðinn silungur eða lax í heilu lagi með hollenzkri sósu nr. 1.
Kótelettur með kartöplum Soðnum í tólg.
"Éttu mig".
Éttu mig er ekki hvatning til lesandans, heldur nafn á eftirrétti.