Hvað er á seyði?
Þýðingin enn og aftur ...
Ég er í vandræðum með sous vide, veit einhver hvort til er íslensk þýðing á því?
(Sous vide-matreiðsla er það þegar það sem á að elda er vakúmpakkað og síðan látið liggja í heitu vatni - hvergi nærri sjóðandi - þar til það er hæfilega eldað. Ég hef fengið frábæran mat eldaðan á þennan hátt en líka bölvað óæti.)
Allavega, það eina sem mér dettur í hug er seyðing eða eitthvað slíkt. Hvað hétu aftur plastpokarnir sem einu sinni voru til og hægt var að sjóða í? Seyðir eða eitthvað svoleiðis, var það ekki?