Langifrjádagur
Ókei, dagurinn er kannski ekki alveg eins langur og hann þyrfti að vera - ég held að ég komist ekki yfir meira en þessar 30 síður í dag. En:
Ég steikti mér hrikalega góðan skötusel í kvöldmatinn.
Dúkaði borðið, tók fram spariborðbúnaðinn, náði í tauservíettu með silfurservíettuhring.
Opnaði flösku af ágætis hvítvíni, vel köldu.
Páskaegg í eftimatinn. Er hægt að hafa það betra?
Ég held að það sé ekkert í sjónvarpinu í kvöld sem mig langar að horfa á þannig að ég get notað kvöldið í að vinna. Fæ mér kannski annað hvítvínsglas í leiðinni ...