Dulspeki- og kynlífsdeildin
Í gær var ég að yfirfara lista yfir útgáfubækur Iðunnar og tengdra forlaga frá upphafi. Líklega í kringum þúsund titlar. Það vakti nú upp ýmsar minningar. Sumar skemmtilegar. Aðrar hrollkenndar.
Þarna var til dæmis bók sem ég man ekki titilinn á í svipinn en gekk á forlaginu ævinlega undir nafninu ,,tussulega bókin" vegna ákveðinnar snilldarþýðingar sem kom fyrir í henni (en fór reyndar ekki á prent).
Og svo ýmsir titlar á vegum hinnar óopinberu dulspeki- og kynlífsdeildar Iðunnar/Draupnisútgáfunnar, sem yfirleitt var á minni könnu ásamt matreiðslubókunum. Tek reyndar fram að tussulega bókin kom þeirri deild ekkert við.
Mér skilst að bókasafn Iðunnar komi hér í hús á næstunni. Þar verða ýmsir gamlir kunningjar ...