Einfaldar lausnir
Stundum sér maður ekki lausnir sem blasa við. Og þegar allt í einu rennur upp fyrir manni ljós er óskiljanlegt af hverju þessi einfalda lausn var ekki það fyrsta sem kom í hugann ...
Þetta henti mig einmitt á laugardaginn. Barnabörnin voru í heimsókn og gistu. Og þegar ég var búin að fá meira en nóg af því að segja við fimm ára tölvuleikjabrjálæðinginn á fimm mínútna fresti: -Þú átt að skrifa L - E - I - nei,I er þarna, sjáðu - K - það er við hliðina á L - J - A - N - þú veist, það er stafurinn minn - E - T - já, einmitt þarna - punktur - hann er þarna neðst, nei, þetta er komma - I - S - já, og svo áttu að ýta á takkann með örinni ...
... þá fékk ég hugljómun, setti leikjanet.is í favorites á tölvunni og kenndi honum á það.
Friður og ró alla helgina.
Ég hefði náttúrlega líka getað kennt honum að lesa. En hitt var minna vesen.