Drullusokkurinn
Við einkasonurinn vorum að labba á Laugaveginum áðan.
Móðirin: -Æi, já, mig vantar eiginlega drullusokk.
Sonurinn: -Get ég ekki bara verið í því hlutverki?
Alltaf boðinn og búinn, blessaður. En ég var nú að meina öðruvísi drullusokk og hafði einmitt komið auga á einn slíkan í glugganum á Brynju.