Pósturinn hringir ekki bara tvisvar
Dyrabjöllunni var hringt stuttu eftir að ég kom heim. Þetta var pósturinn. Það kom mér ekki á óvart miðað við Ebay-æðið sem greip mig á dögunum. Þeir voru reyndar tveir, annar tíður gestur hjá mér og heilsaði með virktum en hinn greinilega í starfsþjálfun. Þeir komu með pakka sem ég borgaði einhver gjöld af. Allt í lagi með það. Ég sagði þeim að ég ætti von á að þeir kæmu nokkrum sinnum á næstu dögum því að ég ætti von á sendingum.
Mínútu eftir að þeir fóru hringdi dyrabjallan. Pósturinn aftur. Ég hélt að þeir hefðu fundið annan pakka í bílnum og sagði þeim það en þeir höfðu þá gleymt að láta mig hafa kvittunina. Annar kom hlaupandi upp og afhenti mér hana.
Mínútu seinna var hringt í þriðja skipti og þegar ég svaraði var sagt. -Heyrðu ... þú hafðir rétt fyrir þér.
Ég átti semsagt annan pakka í bílnum.