Svalagrill
Ég þurfti að skilja stóra grillið mitt eftir þegar ég flutti af Kárastígnum, það kemst sko örugglega ekki fyrir á svölunum hér (sem reyndar voru kallaðar ,,grillsvalir" í auglýsingu fasteignasölunnar). Þegar ég tæmi skúrinn ætti ég að geta komist að reykgrillinu mínu, sem rúmast vel á svölunum (og er líka hægt að nota í venjulega grillun, reyklausa) en svo gæti ég líka reynt þessa lausn. Dugir kannski ekki alveg fyrir lambalæri samt, hvað þá kalkúna ...
(Skoðið líka hinar uppfinningarnar á síðunni - ég var sérlega hrifin af vekjaraklukkunni.)