Stólpípa og sogæðafótabað
Ég þurfti einu sinni að láta setja mér stólpípu. Með volgu saltvatni og alles. Þetta var fyrir rétt tæpum þrjátíu og þremur árum, daginn sem gagnlega barnið fæddist; þá var konum enn gefin stólpípa fyrir fæðingu, að minnsta kosti á Króknum.
Ég ætla ekkert að fara nánar út í það en hvernig í ósköpunum einhverjum dettur í hug að leggja þann andskota á sig sjálfviljugur, það bara skil ég ekki.
Og sogæðafótabaðið minnti mig nú bara á skurðaðgerðir filippínskra töfralækna.
Fólk er fífl.