Ákvarðanataka
Ég sat hér yfir rauðvínsglasi áðan og var að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera í tilteknu máli. Og eins og stundum þegar ég þarf að ákveða eitthvað tók ég blað til að skrifa möguleikana niður. Finnst oft betra að setja þá á blað.
Efst á blaðið skrifaði ég semsagt: Möguleikar í stöðunni.
Svo sat ég lengi og horfði á blaðið.
Svo tók ég pennann og skrifaði: Fá mér meira rauðvín.
Setti feitt strik fyrir neðan og fékk mér meira rauðvín.
Það var ekkert annað í stöðunni.