Saddam frændi
Mér finnst sorglegt að Saddam skuli hafa verið tekinn af lífi. Sem þýðir ekki að ég syrgi hann, alls ekki. Þótt mér þætti hann alltaf hálfpartinn vera frændi minn í föðurætt eins og ég hef áður minnst á.
En mér finnst bara sorglegt að á næstsíðasta degi ársins 2006 skuli ráðamenn siðmenntaðra þjóða enn telja það við hæfi að taka menn af lífi. Sama hvað þeir hafa gert af sér.
Það ætti þá væntanlega eitt yfir alla að ganga. Pinochet dó á sóttarsæng.
Og hvað svo? Friður í Írak núna þegar búið er að framfylgja lögum Hammúrabís? Je ræt.