Tæknin, maður
Hér sit ég við tölvuna og fylgist með suðunni á Þorláksmessuskinkunni frammi í eldhúsi með hjálp nýja fína þráðlausa kjöthitamælisins míns. Hann stendur núna í 69,4°C og þegar hann sýnir 70°C stend ég upp, labba fram í eldhús og slekk undir pottinum. Haldiði það sé munur ...
Held samt að þegar kemur að steikingunni á Bamba, sem varð niðurstaðan að hafa í jólamatinn, þá verði ég nú í eldhúsinu en sitji ekki í makindum inni í stofu og bíði eftir að mælirinn sýni 54°C eða hvað ég ákveð nú að hafa það. Enda verður sennilega nóg annað að gera á sama tíma.