Velkomin
Þarf að skreppa út og versla smávegis en síðan ætla ég bara að hreiðra um mig hér heima og taka á móti gestum eins og venjulega. Það verður gaman að sjá hvort gestakomur í Þorláksmessuboðið breytast eitthvað við það að ég flutti - ég er náttúrlega ekki alveg eins mikið í miðbænum en var en samt ekki svo mikið lengra. Og það er heilt bílastæðahús hér í næsta húsi, bílaplanið á bakvið er líka opið (Stjörnubíósreiturinn) og stutt upp að Hallgrímskirkju. Þannig að stæði ættu allavega ekki að vera meira vandamál hér en á Kárastígnum.
Já, og skinkan lítur ágætlega út í ár.