Menn sem kunna sig
Búin að kaupa jólagjöfina handa syninum; við fórum saman að kaupa hana og á meðan hann spáði og spekúleraði sat móðir hans í makindum í leðurhægindastól og var trítuð með rauðvínsglasi. Svona eiga almennilegar búðir að vera.
Svo kom ég sjálf við í annarri búð þar sem ég fékk reyndar ekkert rauðvín en kom aftur á móti í veg fyrir að ég færi sjálf í jólaköttinn. Eða er ekki nóg að maður fái nýja flík fyrir jólin, þarf nokkuð að vera í henni á jólunum?