Vikingurinn frækni
Ég var í mat hjá gagnlega barninu í gærkvöldi. Sauðargæran sagði mér kátur af knattspyrnuafrekum sínum; búinn að fara á sína aðra fótboltaæfingu og hafði skorað mark. ,,Víkingur vann" sagði hann hróðugur og þýddi lítið að benda honum á að þar sem þetta var Víkingsæfing hefði Víkingur líka tapað - hann var sko í liðinu þar sem allir voru í Víkingsbúningum en andstæðingarnir bjuggu ekki svo vel að eiga slíkt ennþá.
Svo lýsti hann töluverðri undrun sinni á því að ég skyldi ekki hafa mætt á æfinguna til að dást að fótafimi hans. Jamm. Það gæti nú orðið bið á því ...