Friðað og ekki friðað
Einkasonurinn kom heim við annan mann í hléi á milli tveggja mynda á kvikmyndahátíðinni. Þeir eru að fá sér eitthvað að borða.
Einkasonurinn: -Mamma, ég nota matinn sem ég kom með en fæ kannski að stelast í eitthvað frá þér í ísskápnum.
Móðirin (niðursokkin í tölvuleik): -Mmmph.
Einkasonurinn (opnar ísskápinn): -Er annars eitthvað hér sem er friðað?
Móðirin: -Nei, nei ... (Hrekkur skyndilega upp við vondan draum.) -Jú annars, gæsalifrarkæfan!
Einkasonurinn: -Ég gat mér þess til.