Tölvulíf
Ég var stödd á skrifstofu hjá manni útí bæ laust upp úr átta í morgun og þurfti þá að opna gmailið mitt til að komast í ákveðinn póst þar og vinna aðeins á tölvunni hjá manninum. Þegar ég gekk áleiðis upp á Skólavörðuholt aftur áttaði ég mig á því að ég mundi ekki hvort ég hafði skilið gmail-síðuna eftir opna. Eitt andartak fannst mér þetta hræðilegt en svo rann upp fyrir mér að það væri nú sennilega ekki margt þarna sem ekki mætti hver sem er sjá ef út í það fer. Líf mitt er sem opin bók - nei, ekki alveg reyndar. En þau leyndarmál sem ég kann að eiga mér eru svosem ekki á gmailinu.
Sem er eins gott.