Býflugnamorðinginn
Ég hringdi í gagnlega barnið áðan. Sauðargæran kom í símann og ég spurði hann frétta af Hagaborg.
-Við Jóel vorum að lemja býflugu í dag, sagði drengurinn. -Við lemjuðum hana svo mikið að hún dó.
-Jahérna, sagði amman og tók andköf.
-Hún var sko nærri búin að stinga okkur, flýtti drengurinn sér að segja til að róa ömmu sína. -Og svo jörðuðum við hana þegar hún var dauð en við jörðuðum hana ekki venjulega, heldur bara í grasi. Við settum gras ofan á hana.
Ég hjálpaði honum að drepa sína fyrstu flugu í sumar en það var nú bara húsfluga. Hver veit hverju ég var að koma af stað ...