Hvítvínsdagur
Þetta var töluverður hvítvínsdagur í gær, satt að segja. Hvítvínsglas á Óliver í hádeginu (skásti hlutinn af þeirri máltíð). Hvítvín (Black Tie, gjöf frá Pfaffenheim í Alsace) með þorskinum í gærkvöld. Þorskurinn, sem ég pönnusteikti, bætti við nokkrum risarækjum og bar fram með tómatsalati og steiktum kartöflum, var bara ansi hreint góður.
Svo rak ég fjölskylduna á dyr og fór á opnunarteitið hjá Silfri. Nóg af hvítvíni og verulega góður matur. Minn mælikvarði á mat á veitingahúsum er gjarna hvort ég held að ég geti gert betur sjálf. Á þeim kvarða skorar Silfur nokkuð hátt. Meira um þetta á Gestgjafavefnum.
Svo enduðum við náttúrlega yfir hvítvínsglasi á Vínbarnum. Nema hvað.