Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu
17.6.06
Hæ, hó ...
Gleðilega þjóðhátíð.
Hér sit ég með kaffibolla og smjördeigshorn, smurð með kveðusultu og muroise-hlaupi (muroise er blendingur af hindberi og brómberi, að ég held) frá sultugerðarkonunni Christine Ferber í Alsace. Og lífið er bara ágætt, takk fyrir.
Nú vantar ekkert nema bita af góðum osti.
(Sjáið bara hvað ég er þjóðleg í mér í dag, nema auðvitað ætti ég að baka pönnukökur til að sýna það almennilega. Með rabarbarasultu. Við sjáum nú til.)