Sveiflur
Sauðargæran er að koma í heimsókn til mín hingað upp á Höfða á eftir, mömmu hans vantar pössun á meðan hún er í sinni eigin kveðjuveislu í gömlu vinnunni. Ætli við tökum svo ekki strætó í bæinn, kannski með smáviðkomu á leiðinni (nei, ekki á Vínbarnum); drengnum þykja strætóferðir gífurlega spennandi, enda ekki vanur þeim.
Einkasonurinn og skylmingastúlkan eru aftur á móti komin suður í Leifsstöð (eða það ætla ég að vona) og þar með lögð af stað í ferð til Kúbu, þar sem skylmingastúlkan ætlar að sveifla sverði á skylmingamóti en einkasonurinn sveiflar líklega ekki öðru en rommglösum.