Klæðskiptingar í blaðamannastétt?
Ég er að spögulera hvort getur verið að einhverjir af þessum nýju starfsmönnum sem maður er farinn að mæta hér á göngunum séu hugsanlega klæðskiptingar.
Þetta dettur mér í hug af því að þegar ég hef átt erindi á kvennaklósettið að undanförnu hefur það þónokkrum sinnum komið fyrir að klósettsetan hefur verið uppi, en slíkt hefur lítið sést áður þar á bæ. Enda fátt um karlaheimsóknir á kvennaklósettið eftir að Björn Jörundur fór af svæðinu.
Hmm, hér er þörf á rannsóknarblaðamennsku.