Enginn veit sína ævina
Ég var að skrifa nokkurra línu æviágrip sem á að birtast með grein sem ég skrifaði fyrir tímaritið Moving Worlds. Lenti reyndar í mestu vandræðum með það vegna þess að þetta hefti kemur ekki út fyrr en í haust að ég held og hver veit hvar ég verð þá?
En það borgar sig víst ekki að áætla um atvinnu og prófgráður fram í tímann, ekki í textum sem eiga að birtast á prenti. Það fékk jú ágætur borgarfulltrúi að reyna hér um árið.