Eyðslusparnaður
Ég keypti mér nýja þvottavél áðan. Með þurrkara. Indesit, hún kostaði 70 þúsund. Reyndar var ég dálítið skotin í sambyggðri AEG-vél en hún kostaði 120 þúsund. Ég ákvað að spara 50 þúsund og kaupa þá ódýrari. Eins og ég minntist á hér um daginn sparaði ég mér nærri 40 þúsund á því að kaupa mér sólgleraugu í Tiger þannig að ég er þegar komin í hellings gróða.
Alsace-vínsmökkunarferðin sem ég ætla að fara í um aðra helgi kostar ekki nema 60 þúsund þannig að ég á 30 þúsund króna afgang ... er það ekki?
Það borgar sig að vera hagsýn. Bara smá kvenleg rökvísi og þá veður maður í peningum.