(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

22.3.06

Ég var að skrifa smáklausu í Gestgjafann um merkan norskan uppfinningamann og sköpunarverk hans. Hér á ég að sjálfsögðu við Thor Bjørklund, sem fann upp ostaskerann. (Þess má geta að í hlustendakönnun norska útvarpsins í fyrra var ostaskerinn valinn þriðja merkasta uppfinning sem nokkru sinni hefur komið fram á sjónarsviðið.)

Nú hafa löngum verið á kreiki sögusagnir um að það hafi verið nýtni og aðhaldssemi Norðmannsins sem varð til þess að hann fann upp verkfæri sem gerði mönnum kleift að skera ostinn þynnra en gerist hjá öðrum þjóðum en aðrir hafa hafnað þessum kenningum og bent á að þar sem maðurinn var húsgagnasmiður sé eðlilegt að hann hafi haft hefilinn sem fyrirmynd þegar hann þurfti að skera ostinn sinn (ostaskeri heitir einmitt ostehøvel á norsku).

Það vill svo til að ég á ostaskera frá Thor Bjørklund & Sønner, ekki ólíkan frumgerðinni - og hvað heitir týpan? Jú, Spar. Nema hvað.

|