Ég er með nokkrar matreiðslubækur í töskunni. Sem er ekkert óvenjulegt. En ég þarf að koma við á Borgarbókasafninu á eftir með þessar bækur og skila þeim. Ég er nefnilega búin að vera með þær dálítið lengi í láni.
Síðan 2001, nánar tiltekið. Þurfti að nota þær í nokkra mánuði og búin að missa af öllum sektarlausu vikum síðan þá.
Já, ég veit, ég veit. En nú vakna ég í fyrramálið með hreina samvisku, er það ekki?