(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

24.3.06

Ekki tókst nú alveg að skila blaðinu í prentsmiðju í dag þannig að ég þarf eitthvað í vinnuna á morgun. Ekki lengi samt, það þarf bara að hnýta nokkra lausa enda. En þar sem ljóst var að þetta færi ekki í kvöld (og við unnum til tíu í gærkvöldi) ákváðum við um hálfsexleytið að slá þessu bara upp í kæruleysi og fara á Vínbarinn.

Stoppuðum samt ekkert lengi þar. Eitt rauðvínsglas og nokkrar ólífur. Kom svo við í Drekanum og keypti beikonborgara þar sem ég nennti ómögulega að elda. Það kemur vissulega fyrir mig stundum, ekki síst eftir að ég varð einbúi.

Ég fór í skoðun í Lasersjón í dag. Augun hafa gróið óaðfinnanlega og ég hef ekki fundið fyrir neinu, ekki einu sinni svolitlum augnþurrki eins og mér skilst að sé algengt. Ég er mjög ánægð með sjónina, þ.e. hvernig ég sé frá mér. Það er frábært að vera laus við að ganga með gleraugu. Hins vegar er ég líklega komin með mjög eðlilega sjón miðað við aldur, þ.e. ég er svolítið fjarsýn og þarf að nota lesgleraugu meira og minna. Það fer þó eftir birtu og fleiru og svo á sjónin kannski eftir að breytast ögn, svo að ég veit ekki hvernig þetta verður endanlega. Líklega má segja að sjónin hafi snúist við - ég þarf núna að nota gleraugu við sumt sem ég þurfti áður að taka gleraugun af mér til að gera og það þarf að venjast því - en allavega finnst mér þetta góð skipti.

|