Þegar saumaklúbburinn minn fór að hittast fyrir meira en aldarfjórðungi töluðum við um stráka og djamm og námið. Það þróaðist fljótt yfir í óléttur og fæðingarsögur, vinnu, íbúðakaup, barnauppeldi, eldhúsinnréttingar, svo starfsframa, skilnaði, unglinga ... Núna tölum við um barnabörnin, gráu hárin, breytingarskeiðið, þvagleka, fjarsýni, lífeyrissparnað, elliheimili ...
Við, miðaldra? Tjaaa ...
Það er samt ekki hlegið neitt minna í saumaklúbbnum en áður. Meira ef eitthvað er.