(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

30.1.06

Ég var búin að lofa einhverjum að gera eitthvað í dag.

Ég man bara ekki hverjum eða hvað.

Ég man það samt örugglega um leið og ég verð minnt á það (eða skömmuð fyrir að hafa ekki gert það) þannig að það þýðir ekkert, t.d. fyrir vissa afkomendur mína, að reyna að notfæra sér minnisleysi mitt.

Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að flytja í aðra skrifstofu. Að vísu þýðir það að ég verð viðskila við afganginn af Gestgjafanum en það er svosem ekkert nýtt - ég var lengra frá þeim þegar við vorum á Seljaveginum og kom ekki að sök. Ég hefði svosem verið til í að flytja en bara ekki í opið rými þar sem ég þarf að vera með nokkrum öðrum - ég verð að hafa veggi í kringum mig. Annað gengur bara ekki upp, það var ég búin að sjá. Ekki fyrir einfara og sérvitring eins og mig. Ég er búin að vera á vinnumarkaði í tæp 24 ár og allan þann tíma hef ég verið ein ... Ég var hætt að sofa á nóttunni af kvíða fyrir flutningunum. Svo að þetta gekk ekki upp.

Ég er líka búin að sjá að það er mun betra að viðurkenna fóbíurnar sínar og brestina fyrir sjálfum sér og öðrum en að reyna að fela þetta.

En minnisleysið og utanviðmigheitin hef ég auðvitað aldrei getað falið.

|