Vesalings Boltastelpan er að fara í kjálkaskurðaðgerð í fyrramálið. Þarf að svelta frá miðnætti og verður svo á fljótandi fæði næstu daga. Þannig að hún fékk að velja hvað er í matinn þegar fjölskyldan kemur á eftir eins og venjan er á fimmtudögum. Hún valdi lasagna og á örugglega eftir að vinna sér inn prik hjá móðurbróður sínum fyrir það.
Ég er einmitt í skapi til að gera almennilegt lasagna. Með heimagerðu pasta og tilheyrandi stöffi. Gott grænt salat með og kannski eitthvað gott á eftir, svona fyrir grey kjálkaskurðssjúklinginn tilvonandi.
Stelpuskinnið.