Sauðargæran vorkennir mér óskaplega af því að ég er einbúi.
Hann er þess vegna afskaplega glaður þegar hann fær að koma og gista. Hann er nefnilega að gera mér svo stóran greiða með því að búa hjá mér eina og eina nótt. Talar mikið um að nú sé ég ekki ein.
En þegar fór að nálgast hádegi áðan var hann orðinn eitthvað leiður á að vera hér - kannski spilaði inn í að hann vissi af bangsaköku heima hjá sér af því að systir hans var að halda upp á afmæli sitt í gær - svo að hann klappaði mér og sagði: -Þú getur alveg búið ein, amma mín. Ég þarf ekkert alltaf að vera hjá þér.
Sem er alveg rétt hjá honum.