Ég hef ekki orðið vör við nein Bókatíðindi ennþá, ætli sé ekki búið að bera þau út alls staðar? Eða ætli þau hafi horfið í öllum ruslpóstinum sem er borinn hingað í húsið?
Ekki þar fyrir, ég var svosem búin að sjá lista yfir bækurnar sem þarna eru og það var ekkert voðalega margt á honum sem vakti áhuga minn. Samt kannski fleira en oft áður, sumar af þessum glæpasögum eru býsna forvitnilegar. Eina þeirra er ég reyndar búin að lesa, fékk Blóðberg Ævars Arnar senda núna í vikunni (án skýringa, en ætli uppskriftin að lambalærinu hafi ekki spilað þar inn í?) og er búin að lesa hana. Hún var fjári góð, ég get alveg mælt með henni.