Við ókum framhjá splundruðu hjólhýsi undir Hafnarfjalli áðan. Það var ljótt að sjá.
Mér skilst að það hafi verið ansi hvasst hér sumstaðar fyrr í dag. Eins gott að vindurinn stóð ekki upp á svaladyrnar hjá mér; efnafræðistúdentinn hafði nefnilega farið til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn frá opnum svaladyrum. En ég get ekki séð að það hafi komið að sök.
Hann mundi hinsvegar eftir að hengja upp þvottinn áður en hann fór.