Komin norður. Við dóttursonurinn erum hér tvö ein eins og er - aðrir farnir fram í Blönduhlíð eða út á Siglufjörð. Við erum bara að lesa, lita og úða í okkur bakkelsi (drengurinn spurði, þegar hann sá miðdegiskaffiborðið hjá langömmu sinni: -Af hverju er veisla hérna?).
Amman: -Af hverju borðarðu kremkexið þitt með teskeið?
Sauðargæran (grafalvarlegur): -Af því að ég er rugludallur.
Hreinskilið svar.