Það verða allir á faraldsfæti hér á næstunni; efnafræðistúdentinn er að fara til Kaupmannahafnar á morgun, ég, gagnlega barnið, uppáhaldstengdasonurinn og Sauðargæran erum að fara í Skagafjörðinn, Boltastelpan fer til Siglufjarðar að keppa á pæjumóti og svo fara þau til Portúgals á mánudagsmorgun. Þá verð ég ein eftir ... en ekki lengi reyndar, efnafræðistúdentinn er væntanlegur heim á mánudagskvöld.
Svo að ég ætla að fá gengið í mat í kvöld. Veit ekki enn hvað ég ætla að elda en það er ekki ólíklegt að það verði lambakjöt í einhverri mynd, ég er með svo marga lambakjötsrétti í kollinum sem ég þarf að prófa á næstunni.