Er að fara í Skagafjörðinn í hádeginu. Með tjald og alles og þá er spáin náttúrlega að versna, sýnist mér. Gat skeð.
Ég er ekki mikill tjaldbúi í mér. Mér finnst yfirleitt annaðhvort of kalt eða of heitt. Þetta með kuldann var nú ekkert mál hér í gamla daga, þá fann maður bara einhvern hentugan karlpening til að halda á sér hita. Möguleikarnir og áhuginn á þeirri lausn hafa einhvern veginn minnkað með aldrinum. Auk þess á ég ekki von á að rekast á neina líklega kandídata þarna, þar sem þetta verða bara við systkinin og co. Svo að ég verð bara að taka með hlýja peysu.