Tony Bourdain hefur greinilega hrifist mun meira af íslensku kjötsúpunni en hákarlinum - svosem ekki skrítið. Og svo hefur hann farið á hestbak og í leirbað.
Á myndinni erum við á barnum á Nordica. Eins og ég hef áður sagt: það mætti halda að ég hefði verið að djamma fram undir morgun, fremur en hann.