Við skruppum til Akureyrar í dag. Gáfuleg komment úr aftursætinu:
Sauðargæran: -Eru allir í Portúgal með engin augu?
Amman: -Nei, af hverju heldurðu það?
Sauðargæran (bendir á Eyjafjörð út um bílgluggann): -Ég held að þetta er kannski sjórinn í Portúgal.
Amman: -En fólkið hér í Kræklingahlíðinni er með augu ...
Sauðargæran: -En ekki fólkið í Portúgal?
Amman: -Jú, víst - af hverju segirðu þetta?
Sauðargæran: -Af því að ... þú ert bara rugludallur, amma.