Efnafræðistúdentinn fer ekki til Vestmannaeyja í fyrramálið fyrir karlahóp femínistafélagsins eins og kom víst til greina að hann gerði.
Mér hefði reyndar þótt það verulega skondið, miðað við alla hans svardaga um að í það útsker skuli hann aldrei koma (þrátt fyrir ætterni sitt eða líklega öllu heldur vegna þess), ef hann hefði svo á endanum látið senda sig þangað til að femínistast.
Föður hans hefði orðið skemmt. Eða líklega annars ekki.