Mér heyrist á börnunum mínum að hjá þeim ríki almennt skilningsleysi á nauðsyn þess að eiga regnhlífastand.
Ég var einmitt að kaupa mér einn slíkan í Kolaportinu áðan. Mikið þing; kopar- og gullslitur með hamraðri mynd af þremur körlum og einni konu á einhverjum miðaldasamningafundi, allavega eru skjöl með signetum á borðinu og allir grúfa sig yfir þau. Sennilega verið að selja Síma þeirra tíma eða eitthvað slíkt.
Svo ef ég skyldi nú komast að þeirri niðurstöðu að ég þurfi ekki sérstakan regnhlífastand fyrir þessa 2 1/2 regnhlíf sem til eru á heimilinu, þá get ég notað standinn fyrir blómasúlu. Brilljant. Kostaði samt ekki nema tvöþúsundkall.
Skil ekki að börnin skuli ekki átta sig á þessu.