Afskaplega sorgleg saga, en hvar í andskotanum voru prófarkalesarar Fréttablaðsins?
Susan Torres, 26 ára Bandaríkjamaður, féll í dá í maí síðastliðinn eftir að óuppgötvað heilaæxli olli henni heilablóðfalli þar sem hún sat við kvöldverðarborðið heima hjá sér.
Susan, var þá komin nokkrar vikur á leið með ófætt barn hennar og Jason Torres, eiginmanns hennar. Jason bað í kjölfarið læknana á spítalanum í Virginíu að halda Susan á lífi á meðan fóstrið innan í henni fengi að vaxa.
Nú er fóstrið komið 24 vikur á leið og læknar telja líklegt að það gæti fæðst heilbrigt. Hins vegar vilja læknarnir líklegast bíða með fæðinguna þar til fóstrið hefur fengið að þroskast í heilar 32 vikur. Eðlileg meðganga er 40 vikur.