Ég var áðan að stytta buxur sem ég er nýlega búin að kaupa mér.
Eyddi löngum tíma í að leita að réttum tvinnalit, mæla styttinguna, brjóta upp á skálmarnar, næla þær upp með títuprjónum, og svo sat ég heillengi og vandaði mig við saumaskapinn. Ósýnileg spor og allt það.
Þegar ég var búin setti ég á mig gleraugun (sem ég þurfti að taka af mér á meðan ég var að sauma svo að ég sæi eitthvað), sléttaði úr skálmunum og dáðist að handbragðinu.
Alveg þangað til ég tók eftir því að ég hafði brotið upp á skálmarnar á réttunni í staðinn fyrir röngunni og saumað þær þannig.