Efnafræðistúdentinn (birtist óvænt áðan eftir að hafa legið sofandi inni hjá sér alveg frá því að móðir hans kom heim): -Hvernig var dagurinn annars hjá þér?
Móðirin (horfir út í loftið, hugsar sig lengi um): -Ég man það ekki.
Efnafræðistúdentinn: -Þetta var nú típísk þú.
Kannski. En ég man enn ekki hvernig dagurinn í dag var. Nema ég man að ég vaknaði klukkan sex til að steikja lambalæri. Ætli ég hafi gert eitthvað meira?