Þetta var frekar erfiður dagur. Byrjaði á að ég þurfti að liggja á bekk og gefa sjálfri mér rafstuð í hnéð í hálftíma. Svo þurfti ég út í Krónu að versla; umferðarljósin á Höfðabakkanum virkuðu ekki og ég þurfti að bíða heillengi í rigningunni áður en ég komst yfir því að auðvitað er enginn bíll að stoppa fyrir einhverri kellingu. Þegar ég gekk aftur til baka með innkaupapokana voru ljósin komin í lag en það sáu samt ekki allir bílstjórar ástæðu til að stoppa fyrir einhverri kellingu þótt hún væri komin út á miðja götu þegar rauði kallinn kom og ég var nærri orðin undir bíl.
Svo þurfti ég að elda fyrir myndatöku, sem var reyndar bara fínt nema hnéð á mér hefur ekki gott af því þegar ég stend lengi í einu.
Æ, og svo var ýmislegt fleira. Satt að segja þyrfti ég að elda eitthvað til að koma mér í betra skap. En ég má ekki vera að því af því ég þarf að baka kökur sem Gestgjafakonur ætla með í Íslandi í bítið í fyrramálið (ég verð ekki þar) og svo þarf ég að vakna í fyrramálið til að steikja lambalæri.
Vesen ...