Búin að fara til læknis. Hann beygði og sveigðí hnéð í ýmsar áttir, potaði í það og tilkynnti mér svo að ég væri með tognuð liðbönd og gæti átt von á að ganga hölt næstu tvær til þrjár vikur. Lýsti því mjög grafískt fyrir mér að við svona tognun slitnuðu trefjar og þær væru ekkert að fara að gróa bara einn tveir og þrír. Skrifaði upp á bólgueyðandi og sendi mig heim.
Þannig að ég verð haltrandi og höktandi næstu vikur og stöðugt að hugsa um vesalings slitnu trefjarnar í liðböndunum. Ætli þetta séu krossböndin sem þessir blessaðir fótboltamenn eru alltaf að slíta eða eru það einhver önnur bönd?