Samtal okkar mæðginanna seint í gærkvöldi:
Móðirin (úr sófahorninu): -Veistu, ég hef tekið eftir því að þegar ég horfi á nefið á mér úr návígi ...
Efnafræðistúdentinn (þegar fullur grunsemda): -Já?
Móðirin: -... sko, ekki í spegli, heldur svona (dregur vinstra augað í pung og gónir með því hægra til norðvesturs í átt að nefbroddinum), þá virkar nefið alveg óhugnanlega loðið?
Efnafræðistúdentinn: -Fólk sem talar svona á að fara beint í rúmið að sofa.
Líklega alveg rétt hjá honum.