Ég fann nokkra kolsvarta banana áðan sem ég hafði gleymt (reyndar viljandi). Lyktin hefði lokkað hingað hverja einustu bananaflugu í kílómetra radíus ef Kárastígurinn væri á suðlægari slóðum. Þeir voru svo ofþroskaðir að þeir héldu ekki lögun og ég þurfti næstum að skafa þá úr hýðinu með skeið. Gleði og hamingja, því að þetta þýddi að ég bakaði mér bananamúffur í morgunmatinn. Og hádegismatinn. Nýbakaðar bananamúffur ... mmmm.
Og ég fæ að sitja að þeim ein því að efnafræðistúdentinn kann ekki að meta bananabragð.