Ég vil fá Nóatúnið mitt aftur. Fer þessum brunarústaendurbótum ekki að verða lokið?
Ég kann ekkert að versla í öðrum Nóatúnum. Finn ekki neitt og snýst marga hringi í kringum sjálfa mig. Skil ekki af hverju niðursoðnu tómatarnir eru ekki geymdir hjá öðrum niðursuðuvörum, fann hvergi niðursoðnar baunir - kannski voru þær ekki til þarna. Keypti lamba,,sirloin" í Nóatúnsbúðinni í Nóatúni áðan og á miðanum stendur Fiskfars. Ég vona að það sé ekki fiskfars í umbúðunum. Annars er það kannski ekkert vitlausara en að kalla þetta sirloin, af hverju ekki að nota íslenskt heiti? (Og já, þetta heitir auðvitað líka sirloin í Nóatúni í JL.)
Svo sá ég Dómhildi í Osta- og smjörsölunni tilsýndar. Það tæmast nú ýmsir rekkar í Nóatúni þegar tvö önnur eins stórveldi og við erum að versla þar samtímis.